Krakkaþraut
Krakkaþraut Hjólreiðafélags Reykjavíkur í Heiðmörk fyrir alla krakka á aldrinum 3-12 ára. Krakkaþrautin verður haldin fimmtudaginn 19. júní 2025. Skráning hefst á næstu dögum.

Krakkaþraut í Heiðmörk 19.júní 2025 kl. 17:30
Krakkaþraut verður í Heiðmörk fyrir 3-12 ára krakka. Hjólaður er sérstakur krakkahringur sem er 2,7km.
Allir krakkar 3-12 ára fá verðlaunapening
Startað er kl 17:30: 3-4 ára Hjóla létt leið
Startað er kl 17:40: 5-6 ára hjóla 1 hring – 2,7 km.
Startað er kl. 18:10: 7-8 ára hjóla 1 hring – 2,7 km.
Startað er kl. 18:40: 9-10 ára hjóla 2 hringi – 5,4 km.
Startað er kl. 19:10: 11-12 ára hjóla 3 hringi – 8,1 km.





Mæting er við hús Skógræktarfélagsins við Elliðavatn
Keppendur geta nálgast skráningargögn á keppnisdegi frá kl. 16:00 í húsi Skógræktarfélagsins við Elliðavatn.
Keppnisgjald er 3.500kr. á barn í netskráningu.
Að lokinni keppni eru svo pylsur og gos, hoppukastali, andlitsmálning og fleira skemmtilegt.

Krakkahringurinn
Hringurinn er um 2,7 km leið sem liggur í gegnum skóg Heiðmerkur og ofan við Elliðavatn. Hann hentar krökkum einstaklega vel enda að mestu á göngustígum og reyndir brautarverðir passa að allir skili sér rétta leið.
Staðsetning Skógræktarfélagsins við Elliðavatn
Fréttir
View all-
Aðalfundur Hjólreiðafélags Reykjavíkur 2025
Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 8. apríl 2025, kl. 20:00 með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt reglum félagsins. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29...
Aðalfundur Hjólreiðafélags Reykjavíkur 2025
Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 8. apríl 2025, kl. 20:00 með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt reglum félagsins. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29...
-
HFR - Elja Challenge
Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun í samstarfi við Lauf Cycles halda tvímenningskeppnina HFR - Elja Challenge. Boðið verður upp á karla-, kvenna- og blönduð lið. Aldursflokkarnir eru fjórir þar sem samanlagður aldur...
HFR - Elja Challenge
Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun í samstarfi við Lauf Cycles halda tvímenningskeppnina HFR - Elja Challenge. Boðið verður upp á karla-, kvenna- og blönduð lið. Aldursflokkarnir eru fjórir þar sem samanlagður aldur...
-
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.